Launaspá VR

Ný launareiknivél VR veitir félögum upplýsingar um laun mismunandi starfa. Reiknivélin byggir á spálíkani sem VR hefur smíðað og tekur fleiri forsendur til greina sem kunna að hafa áhrif á laun tiltekinna starfa en eldri launarannsóknir. Hægt er að slá inn starfsheiti, atvinnugrein, aldur, starfsaldur, menntun og upplýsingar um mannaforráð í reiknivélina og fá upp spá um líklegt launabil.

Mikilvægt er að hafa í huga að niðurstöður reiknivélarinnar geta gefið góða vísbendingu um eðlilegt launabil fyrir mismunandi forsendur en ekki er um að ræða reiknuð miðgildi eða meðaltöl. Líkanið notar vélarnám (e. machine learning) til þess að bera kennsl á tölfræðileg mynstur í launadreifingu VR félaga og sjá þannig samhengi í því hvernig mismunandi breytur (eins og aldur, menntun, starfsheiti, o.s.frv.) hafa áhrif á laun.

Nýja launareiknivélin er aðgengileg á Mínum síðum.

Nánar má lesa um reiknivélina hér.