Ungt fólk á vinnumarkaði

Ef þú ert félagi í VR tryggir félagið þér lágmarksréttindi á vinnumarkaði með gerð kjarasamninga.

Það sem stendur í kjarasamningi er þinn réttur að lágmarki - svo getur þú samið við atvinnurekandann um hærri laun og víðtækari réttindi.

Hér fyrir neðan eru tólf algengar spurningar og svör sem gætu svarað þinni spurningu.

Tólf algengar spurningar um vinnumarkaðinn

  • Ef þú vinnur við afgreiðslustörf í verslun er dagvinnutímabilið á milli kl. 9:00-18:00 frá mánudegi til föstudags. Fullt starf er 38,75 klst. á viku. Ef þú vinnur við skrifstofustörf er dagvinnutímabilið á milli kl. 9:00-17:00 alla virka daga. Fullt starf er 36,75 klst. á viku.

  • Launin eiga að greiðast fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir, beri þann dag upp á frídag skal greiða síðasta virka dag mánaðarins. Atvinnurekandi getur ekki frestað greiðslu nema með samkomulagi við starfskraft.

    Starfskraftur skal fá launaseðil um hver mánaðamót, bæði svo hægt sé að fara yfir það hvernig launin eru reiknuð og ekki síður til að staðfesta að um ráðningarsamband sé að ræða; að skattar og önnur launatengd gjöld séu dregin frá í samræmi við gildandi lög og reglur.

  • Á hverju ári eru alltaf nokkrir dagar (svokallaðir rauðir dagar) sem annað hvort teljast almennir frídagar eða stórhátíðardagar.

    Þessa daga ertu ekki skyldug/ur til að vinna. Þetta eru því launaðir frídagar. Ef unnið er á þessum dögum greiðist eftirvinnu/yfirvinnukaup vegna vinnu á almennum frídögum og stórhátíðarkaup vegna vinnu á stórhátíðardögum. Þetta kaup kemur til viðbótar þeim venjulegu dagvinnulaunum sem þú átt rétt á.

    Tímakaup í stórhátíðarvinnu er 1,375% af mánaðarlaunum m/v 100% starf.

    Dæmi: Mánaðarlaun miðað við 18 ára aldur, kr. 406.923* 1,375% = 5.595,19 kr./klst. fyrir stórhátíðarvinnu.

    Stórhátíðardagar eru eftirfarandi: Nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, frídagur verslunarmanna, jóladagur og eftir kl. 12:00 á aðfangadag og gamlársdag.

    Almennir frídagar eru eftirfarandi: Allir helgidagar þjóðkirkjunnar sem ekki teljast til stórhátíðardaga, sumardagurinn fyrsti og 1. maí.

  • Um leið og þú hefur starfað í einn mánuð hjá atvinnurekanda ertu búin/n að ávinna þér veikindarétt. Það þýðir að þú átt rétt á að fá þá daga sem þú getur ekki sinnt starfi þínu vegna veikinda, greidda frá atvinnurekanda.

    Veikindarétturinn er tveir virkir dagar fyrir hvern unnin mánuð og hann safnast upp á milli mánaða.

    Dæmi: Ef þú hefur starfað í fjóra mánuði á þínum vinnustað án þess að veikjast, áttu 8 daga í veikindarétt.

    Þú verður þó ávallt að gæta þess að tilkynna veikindi þín til atvinnurekanda með réttum hætti.

    Ef þú hefur starfað í meira en eitt ár hjá þínum atvinnurekanda áttu rétt á auknum veikindarétti, tveimur mánuðum á hverju 12 mánaða tímabili. Eftir fimm ár áttu rétt á fjórum mánuðum á hverju 12 mánaða tímabili og eftir 10 ár áttu rétt á sex mánuðum.

  • Já, uppsagnarfrestur er ávallt í hlutfalli við það hversu lengi þú hefur starfað hjá atvinnurekanda. 

    Á fyrstu þremur mánuðum í starfi er uppsagnarfrestur ein vika, á næstu þremur mánuðum er uppsagnarfrestur einn mánuður, bundinn við mánaðamót, og eftir sex mánaða starf er uppsagnarfrestur orðinn þrír mánuðir, bundinn við mánaðamót. 

    Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur. Það þýðir að bæði þú sem launamaður og þinn atvinnurekandi, verðið að virða þennan frest nema þið náið samkomulagi um annað.

  • Já, allir eiga rétt á orlofi. Orlof er ákveðin prósenta sem leggst ofan á laun. Grunnprósentan er 10,17%.

    Orlofið er aðallega greitt með tvennum hætti. Annars vegar er það dregið af launum mánaðarlega og lagt inn á sérstakan orlofsreikning. Uppsöfnuð innistæða er síðan greidd út í upphafi sumars. Hins vegar safnar atvinnurekandi upp orlofinu fyrir starfskraftinn og greiðir það út þegar hann/hún tekur sitt sumarleyfi. Hver og einn þarf að ákveða í samráði við atvinnurekanda hvenær sumarleyfið er tekið.

    Orlof á aldrei að vera innifalið í launum - það greiðist sérstaklega.

  • Ráðningu skal ávallt staðfesta með skriflegum hætti. Það er á ábyrgð vinnuveitanda þíns að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við þig eigi síðar en 2 mánuðum eftir að starf hefst. 

    Þetta er ekki síst mikilvægt til að staðfesta þau kjör sem um er samið, t.d. vinnutíma, starfssvið og launakjör.

    Í flestum tilvikum gera aðilar með sér munnlegt samkomulag í upphafi um þau atriði sem máli skipta. Því miður eru ekki allir, hvorki launþegar né vinnuveitendur, sem standa við gefin loforð þegar á reynir. Því er það góð regla í hverju vinnusambandi að staðfesta með skriflegum hætti allt það sem áhrif kann að hafa á sambandið, þar með talið breytingar á starfskjörum og aðrar tilkynningar.

  • Matartími í hádeginu (12:00-14:00) er á bilinu ½-1 klst. Þú þarft að vinna a.m.k. 5 klst. til að eiga rétt á matartíma. Matartíminn er ólaunaður.

    Kaffitíminn er 35 mín. á dag í verslun miðað við fullt starf en 15 mín. á skrifstofu. Þú átt rétt á kaffitíma í samræmi við starfshlutfall þitt. Kaffitíminn er launaður.

    Vinna hefst kl. 16:00 og síðar:

    Starfsfólk í verslunum sem mætir til vinnu kl. 16:00 eða síðar, skulu fá greiddar 5 mínútur fyrir hverja unna klukkustund, þó að lágmarki 15 mínútur vegna neysluhléa sem ekki eru tekin. Vinni starfskraftur 4 ½ klst. eða lengur, á hann rétt á óskertu 1 klst. matarhléi.

    Ef þú vinnur fram á kvöld áttu rétt á kvöldmatartíma á milli kl. 19:00-20:00. Kvöldmatartíminn er launaður og ef þú vinnur hann allan eða hluta af honum, færðu þann hluta á tvöföldum launum. Þú þarft að vinna a.m.k. 4 ½ klst. til að eiga rétt á kvöldmatartíma. 

  • Nei, þú átt rétt á hvíld á milli vinnudaga, á milli 12 og 14 klst., en það fer eftir aldri. Börn 15 ára í skyldunámi eiga rétt á 14 klst. á sólarhring en unglingar 15-17 ára 12 klst. á sólarhring.

    Auk þess áttu rétt á tveimur frídögum í viku. 

    Svo má ekki gleyma því að þú átt alltaf rétt á að hafna þeirri aukavinnu sem þér er boðin - enginn getur krafist þess að þú vinnir meira en það sem upphaflega var samið um.

  • Yfirvinna er sá vinnutími sem unninn er umfram fullt starf (167,94 klst. vinnu hvern mánuð, 159,27 klst. á skrifstofu).

    Tímakaup í yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum m/v 100% starf.

    Nánari upplýsingar um lágmarkslaun má nálgast hér.

  • Eftirvinna er sá vinnutími sem unninn er utan dagvinnutímabils upp að 167,94 klst. vinnu hvern mánuð (159,27 klst. á skrifstofu). Eftirvinna er 40% álag á tímakaup í dagvinnu.

  • Þegar þú tekur að þér starf áttu í upphafi að semja við þinn atvinnurekanda um kaup og kjör. Þá er ekki síst mikilvægt að semja um launin. VR hefur samið um ákveðna lágmarkstaxta, það þýðir að ekki má borga minna en taxtarnir segja til um.

    Á hinn bóginn er að sjálfsögðu leyfilegt og enn betra að semja um laun sem eru hærri en lágmarkstaxtarnir. Launin eiga að endurspegla það hversu mikils virði þú ert sem starfskraftur. Það er því allra hagur að standa sig vel í starfi - góð frammistaða kallar á góð laun.

Til upplýsinga

  • Foreldrar ættu að fara yfir launaseðla með börnum sínum og kanna hvort allt sé með felldu.
  • Börn greiða 6% skatt, sem talinn er fram á skattskýrslu foreldra, þar til almanaksárið er þau verða 16 ára hefst.
  • Börn fá persónuafslátt í byrjun árs þess sem þau verða 16 ára.
  • Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16. ára afmælisdaginn.
  • Foreldrar hafa eftirlitsskyldu með börnum sínum þegar þau fara á vinnumarkað. Börn til 18 ára aldurs hafa ekki heimild til að skrifa undir ráðningarsamning nema með samþykki foreldra.

Ert þú að leita að þessum upplýsingum?