Spurt og svarað um veikindarétt

Hér er að finna helstu spurningar sem félagsfólk VR hefur varðandi veikindarétt.

Það er von okkar að þú finnir svar við þinni spurningu hér. Ef þú færð ekki svar við því sem þú ert að leita eftir þá bendum við þér á að hafa samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða í tölvupósti á kjaramal@vr.is

  • Á fyrsta ári er veikindarétturinn 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð. Starfskraftur þarf því að ljúka hverjum starfsmánuði til á eiga rétt á þessum dögum.

    Eftir eitt ár í starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir af hverjum 12 mánuðum.
    Eftir fimm ára starf hjá sama atvinnurekanda: 4 mánuðir af hverjum 12 mánuðum.
    Eftir tíu ára starf hjá sama atvinnurekanda: 6 mánuðir af hverjum 12 mánuðum.

    Þó skal starfskraftur sem áunnið hefur sér réttindi til 4 eða 6 mánaða launagreiðslna í veikindaforföllum hjá síðasta atvinnurekanda og skiptir um starf eiga rétt til launagreiðslna ekki minna en í 2 mánuði á hverjum 12 mánuðum hjá nýja atvinnurekandanum.

    Á fyrsta ári safnast dagarnir upp þannig að ef engin veikindadagur er nýttur er veikindarétturinn eftir 10 mánaðastarf 20 dagar.

    Starfskraftur í hlutastarfi á sama rétt, veikindarétturinn er ekki hlutfallaður. Auk þess er rétt að benda á að ef starfsfólk er endurráðið gætu áunnin réttindi átt við, sjá nánar hér.

  • Í veikindum á starfskraftur að fá þau laun sem hann annars mundi fá ef hann væri að vinna.  

  • Ef starfskraftur veikist eða slasast og getur af þeim sökum ekki sótt vinnu, skal strax láta næsta stjórnanda vita. Rétt er að gera það með símtali eða með þeim samskiptamáta sem aðilar hafa tamið sér. Stjórnandi ákveður hvort starfskraftur þurfi að skila læknisvottorði.

    Ef gerð er krafa um læknisvottorð greiðir atvinnurekandinn fyrir þann kostnað sem það kostar að fá vottorðið. Þeir sem starfa skv. kjarasamningi VR og FA fá til viðbótar við kostnað vegna læknisvottorðsins læknisheimsóknina greidda.

    Sama gildir um veikindi barna.

  • Starfskraftur á rétt á að fá orlofið sitt bætt um sem nemur þeim tíma sem viðkomandi gat ekki notið frísins vegna veikinda eða slyss ef veikindin eða áverkar vegna slyssins standa samfellt yfir lengur en í 3 sólarhringa og tilkynningaskyldu er fullnægt.

    Starfskraftur þarf að tilkynna atvinnurekanda strax á fyrsta degi að hann geti ekki notið frísins og frá hvaða lækni hann muni koma með læknisvottorð.

  • Starfsfólk safnar orlofi fyrir þann tíma sem það fær veikindadaga greidda frá atvinnurekanda. Orlof er greitt á öll laun og áttu því alltaf rétt á orlofi fyrir þau laun sem þú færð, hvort sem launin eru vegna vinnu, veikinda eða vegna launa á uppsagnarfresti.

    Ef veikindi eru ekki greidd af atvinnurekanda heldur t.d. sjúkrasjóði, safnast ekki orlof fyrir þann tíma þar sem orlof safnast einungis fyrir þann tíma sem laun frá atvinnurekandi eru greidd fyrir.

  • Almenna reglan er sú að brjóstastækkun/minnkun telst vera lýtaaðgerð og flokkast þar af leiðandi ekki undir veikindarétt.

    Varðandi t.d. brjóstaminnkun þá skiptir máli hvort aðgerðin er í kjölfar ráðlegginga læknis, þ.e. ef brjóstaminnkunin er vegna óþæginda, s.s. bakverkja. Er þetta því matsatriði í hvert skipti fyrir sig og er það mat lækna sem skiptir höfuðmáli í þessu sambandi.

     

  • Læknisheimsókn er ekki ó-vinnufærni ein og sér, öll eiga rétt á því að fara til læknis og því getur atvinnurekandi ekki bannað slíka heimsókn. Varðandi greiðsluskyldu í læknisheimsóknum þá er ekki hægt að gera kröfu um að veikindaréttur sé nýttur en það tíðkast að starfsfólk fær að fara án skerðingar launa.

    Ef læknisheimsóknir eru mjög tíðar og vegna tiltekinna veikinda má horfa til þess að nýta veikindarétt enda verið að koma í veg fyrir frekari veikindi, því til staðfestingar þarf að liggja fyrir læknisvottorð ef farið er fram á það af hálfu atvinnurekanda.

    Starfskraftur sem þarf að fara til læknis á vinnutíma á rétt á því. Atvinnurekandi getur ekki neitað starfskrafti um að fara til læknis.

  • Almennt séð er ekkert sem bannar uppsögn í veikindum. Þó er óheimilt að uppsögnin leiði til skerðingar á veikindarétti, hvort sem um er að ræða veikindi eða slys/vinnuslys.

    Meginreglan er því sú að sá réttur gildir sem fyrr kemur, t.d. eins og ef starfskraftur sem hefur áunnið sér 6 mánaða veikindarétt skv. kjarasamningi en er með þriggja mánaða kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Viðkomandi á rétt á greiðslum út veikindaréttinn ef hann er óvinnufær allan tímann þó uppsagnarfresturinn sé styttri.

  • Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda skal foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð, þó að hámarki 12 dögum á hverjum 12 mánuðum, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið, og halda þá dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi eða eftirvinnuálagi þar sem það á við.

    Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahússvistar í a.m.k. einn dag.

    Það er sameiginlegur skilningur að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris.

  • Það er sameiginlegur skilningur að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. Í slíkum tilfellum gildir eftirfarandi veikindaréttur eins og hjá foreldrum.

    Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda skal foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð, þó að hámarki 12 dögum á hverjum 12 mánuðum, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið, og halda þá dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi eða eftirvinnuálagi þar sem það á við.

    Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahússvistar í a.m.k. einn dag.

  • Óvæntur utanaðkomandi atburður sem veldur því að starfskraftur slasast og verður óvinnufær. Verður að gerast í vinnunni eða á beinni leið þangað eða á beinni leið heim. 

    Rétt er að benda á að starfskraftur tilkynni vinnuslys án nokkurar tafar til atvinnureakanda. Ganga verður úr skugga um að vinnuslysið hafi af hálfu atvinnurekanda verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins og til tryggingafélags fyrirtækisins innan árs frá því að slysið varð.

  • Þegar starfskraftur, sem ekki er ráðinn sem staðgengill stjórnanda, leysir stjórnanda sinn af í störfum t.d. vegna orlofs eða veikinda og sú afleysing stendur yfir í eina viku eða lengur skal undirmaður eiga rétt til umbunar fyrir slíka afleysingu með hliðsjón af þeirri ábyrgð og því starfsálagi sem hann verður fyrir. Aðilar skulu semja um slíka umbun áður en til afleysingar kemur.

  • Starfskraftur á ekki veikindarétt hjá atvinnurekanda sínum ef maki verður veikur. Starfskrafturinn getur aftur á móti sótt um greiðslur í Sjúkrasjóð VR, sjá nánar hér.

    Starfskraftur á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefst tafarlausrar nærveru starfskrafts.

    Á meðan á slíkri fjarveru er um að ræða á hann ekki rétt á launum frá atvinnurekanda.

  • Ef starfskraftur hefur nýtt að fullu veikindarétt sinn hjá sínum atvinnurekanda getur hann sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði VR. Sjá nánar hér.

    Ef veikindaréttur hjá atvinnurekanda og sjúkrasjóður er fullnýttur og þú ert enn óvinnufær vegna veikinda bendum við þér á að vera í samskiptum við lækni þinn. Mögulega áttu rétt á endurhæfingarlífeyri t.d. vegna starfsendurhæfingar á vegum VIRK, örorkulífeyri frá Tryggingastofnun og/eða lífeyrissjóði eða fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi.

  • Já, fyrirtæki er heimilt að greiða þau 20% sem upp á vantar ef starfskraftur fær greiðslur úr Sjúkrasjóði VR vegna 100% óvinnufærni hjá atvinnurekanda. VR fagnar því þegar betur er gert fyrir félagsfólk. Í slíkum tilfellum skal það koma fram á staðfestingu atvinnurekanda um nýttan veikindarétt, að samhliða greiðslum úr Sjúkrasjóði greiði fyrirtækið þau 20% sem vantar upp á full laun.

  • Starfsfólk hefur ekki tilkynningaskyldu nema einu sinni, þ.e. í upphafi og það er svo atvinnurekandans að biðja um vottorð. Ef starfskraftur skilar vottorði þá er það á ábyrgð starfskraftsins að endurnýja það sé hann enn veikur eftir að fyrra vottorði lýkur þ.e. sé hann enn óvinnufær. Rétt er þó að tilkynna það til atvinnurekanda og gæta að því að hann óski eftir framhaldsvottorði, þá á starfskrafturinn rétt á því að fá kostnaðinn vegna læknisvottorðsins greitt.

  • Þegar starfskraftur er á uppsagnarfresti breytir það ekki neinni réttarstöðu. Þannig á starfskraftur á uppsagnarfresti sama rétt og hann hafði áður.

    Ef starfskraftur lendir í vinnuslysi á síðasta degi þá á hann rétt á vinnuslysaréttinum skv. kjarasamningi eins lengi og hann þarf á honum að halda, sömuleiðis fái hann atvinnusjúkdóm.

  • Já, það er ekkert í kjarasamningi sem bannar það að starfskrafti sé sagt upp í veikindaleyfi. Uppsögnin getur þó aldrei skert kjarasamningsbundinn rétt starfskraftsins. Á það við bæði veikindarétt og vinnuslysarétt.

    Dæmi: Starfskraftur veikist en á 6 mánaða veikindarétt skv. kjarasamningi. Daginn eftir að starfskrafturinn tilkynnir langtíma veikindin er honum sagt upp með 3 mánaða kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti. Atvinnurekandi hefur þær skyldur í þessu tilfelli þar sem starfskrafturinn á ónýttan 6 mánaða veikindarétt að greiða honum hann.

    Meginreglan er að sá réttur gildir sem fyrr kemur. Þannig að ef starfskraftur verður veikur eftir að hann fær uppsögn í hendur og tilkynnir veikindi daginn eftir lengir það ekki uppsagnarfrestinn þó kjarasamningsbundinn veikindaréttur hans er lengri en uppsagnarfresturinn. Undantekning frá þessu er í tilfelli atvinnusjúkdóma og vinnuslysatilfellum.

  • Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.

    Þetta á einungis við um þann einstakling sem gengur með barnið.