Veikindi og slys barna

Fyrstu sex mánuði í starfi hjá atvinnurekanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi eða eftirvinnuálagi (40%) þar sem það á við.

Ef barnið á lengur í veikindum en réttur launafólks er skv. kjarasamningi, þannig að tekjutap hljótist af, getur félagsfólk VR sótt um sjúkradagpeninga úr Sjúkrasjóði VR vegna barna sinna undir 18 ára aldri í allt að 210 daga (eða 7 mánuði) á hverju 12 mánaða tímabili. Upphæðin nemur 80% af meðallaunum síðustu sex mánuði.

Bætur vegna andláts barna félagsfólks

Sjúkrasjóðurinn greiðir einnig bætur vegna andláts barna félagsfólks, yngri en 18 ára, 400.000 kr.

Athugið að bætur greiðast ekki ef bætur koma annarsstaðar frá vegna lögbundinna ábyrgðartrygginga.