Dánarbætur

VR greiðir dánarbætur við andlát fullgildra VR félaga. Bótafjárhæðir fara eftir fjölskyldustærð og hvort viðkomandi var ennþá á vinnumarkaði.

Rétthafar dánarbóta

  1. Eftirlifandi maki.
  2. Börn hins látna (lögráðamenn f.h. barna undir 18 ára aldri) eða sá sem annast framfærslu barna að fullu.
  3. Aðrir lögerfingjar ef þeir bera kostnað af útför.

Dánarbætur

VR greiðir dánarbætur við andlát fullgildra VR félaga. Bótafjárhæðir fara eftir fjölskyldustærð og hvort viðkomandi var ennþá á vinnumarkaði.

  1.  Ef hinn látni var giftur greiðast bætur til maka kr. 712.000. Ef hinn látni var ógiftur greiðist kr. 712.000 til þess aðila sem staðfest er að greiðir fyrir útför.
  2. Ef hinn látni lætur eftir sig barn (kjör- eða fósturbarn) yngra en 18 ára greiðast vegna hvers barns kr. 800.000, þá til hvers barns eða eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar hverju sinni til þess sem hefur barn á framfæri sínu.
  3. Að auki greiðist upphæð sem svarar til inneignar viðkomandi í VR varasjóði.

Heimilt er að greiða dánarbætur vegna þeirra sem látið hafa af störfum við 60 ára aldur eða síðar hafi þeir verið fullgildir VR félagar í samfellt 5 ár áður en þeir láta af störfum:

Dánarbætur eldra félagsfólks eins og það er skilgreint í 3. gr. laga VR eru sem hér segir.

Mánuðir frá því að félagsfólk varð eldri félagar:

1-12 mánuðir kr. 712.000
13-24 mánuðir kr. 569.600
25-36 mánuðir kr. 498.400
37-48 mánuðir kr. 427.200
49-60 mánuðir kr. 356.000
60 mánuðir eða meira 350.000 kr.

Dæmi um dánarbætur

Dánarbætur  
Fullgildur VR félagi kr. 712.000
VR félagi með eitt barn kr. 1.512.000
VR félagi með þrjú börn   kr. 3.112.000
VR félagi með fimm börn   kr. 4.712.000

Breyttar reglur vegna greiðslu dánarbóta tóku í gildi 12. desember 2023

Dánarbætur vegna andláts barna félagsfólks

Sjúkrasjóðurinn greiðir einnig bætur vegna andláts barna félagsfólks, yngri en 18 ára, 712.000 kr.

Athugið að bætur greiðast ekki ef bætur koma annarsstaðar frá vegna lögbundinna ábyrgðartrygginga.