Fréttir

Niðurstöður kosninga til Öldungaráðs VR
03. apríl 2025
Kosningum til Öldungaráðs VR, sem stóðu frá 31. mars til hádegis í dag, fimmtudaginn 3. apríl 2025, er nú lokið. Þau sem kosin voru í Öldungaráð VR kjörtímabilið 2025-2027 eru Steinar Viktorsson, Hafdís Erla Kristinsdóttir, og Erla Halldórsdóttir, en auk þeirra eru þau Halldór Þór Wium Kristinsson og Inga Þyri Kjartansdóttir varamenn í Öldungaráði.

Stjórn kýs varaformann og ritara
03. apríl 2025
Á fyrsta fundi stjórnar VR eftir nýafstaðnar kosningar til forystu var kosið um varaformann og ritara. Á stjórnarfundinum 2. apríl var Ólafur Reimar Gunnarsson kosinn varaformaður og Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir ritari. Bæði hafa þau setið í stjórn í nokkur ár. Halla Gunnarsdóttir var kosin formaður í kosningunum í mars.