Fréttir

Formaður VR í framkvæmdaráð UNI Europa
31. mars 2025
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, var kjörin fulltrúi Landssambands ísl. verzlunarmanna í framkvæmdaráð UNI Europa, alþjóðasamtaka starfsfólks í þjónustugreinum í Evrópu, á ráðstefnu í Belfast dagana 24. til 27. mars. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúi Íslands á sæti í ráðinu.

Kosning í Öldungaráð VR hafin
31. mars 2025
Kosning þriggja fulltrúa í Öldungaráð VR er hafin og stendur frá kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 31. mars til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. apríl 2025. Samkvæmt starfsreglum ráðsins sitja 6 aðilar í ráðinu, stjórn VR skipar þrjá en félagsfólk 65 ára og eldra kýs þrjá.