Hádegisfyrirlestrar vor 2018
Almennar fréttir
15.01.2018
VR býður félagsmönnum sínum upp á skemmtilega og fræðandi hádegisfyrirlestra á vorönn 2018. Fyrsti hádegisfyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00-13.00, fimmtudaginn 18. janúar nk. og ber yfirskriftina Betri svefn – grunnstoð heilsu. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefnrannsóknum fer yfir mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu, helstu vandamál tengd svefni og gefur góð ráð fyrir betri nætursvefn. Smelltu hér til að skrá þig.