VR stefnir kjararáði
Almennar fréttir
04.12.2017
Stjórn VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni alþingismanni, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs um gríðarlega hækkun á launum alþingismanna og ráðherra á síðasta ári. VR telur nóg komið af aðgerðarleysi stjórnvalda og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun alþingismanna og ráðherra, sem jafngildir 36-44% hækkunar launa, er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu, og hefur þannig bein áhrif á hagsmuni félagsmanna VR, verði tafarlaust ógilt með dómi.