Frá aðalfundi VR 2018
Almennar fréttir
20.03.2018
Aðalfundur VR var haldinn í gær, 19. mars, á Hilton Reykjavík Nordica. Farið var yfir ársskýrslu og ársreikning félagsins fyrir árið 2017. Tekjur félagsins jukust um 13,3% milli ára en tekjur eru samtals 3,9 milljarðar króna. Gjöld aukast um 20,6% og eru samtals 3,6 milljarðar króna. Rekstrartekjur umfram gjöld eru samtals 346 milljónir króna en fjármagnsliðir eru 610 milljónir og því eru hreinar tekjur til ráðstöfunar 956 milljónir króna sem er 30% hækkun milli ára.
Félagsmenn VR eru nú orðnir 35.231 alls sem er 7,4% aukning frá fyrra ári og ef undan er skilin aukning vegna sameiningar við Verslunarmannafélag Suðurlands er aukningin engu að síður 5,4% sem er mikil aukning í sjálfu sér.