Auglýsingar VR

20.10.2008

Saman byggjum við nýja framtíð

Á erfiðum tímum er mikilvægt fyrir okkur að standa saman. Og af því tilefni réðst VR í gerð sjónvarpsauglýsingar og dagblaðaauglýsinga sem minnir okkur á að nú sem aldrei fyrr þurfum við að sýna samstöðu og horfa fram veginn. Með því að gæta hvert að öðru byggjum við saman nýja og bjarta framtíð. VR vill þakka þeim fjölda sjálfboðaliða sem brást skjótt við og tók höndum saman við gerð auglýsingarinnar. Þá kunnum við Sigurrós bestu þakkir fyrir afnot af hinu frábæra og kraftmikla lagi Hoppípolla.

29.03.2007

Brosandi glaðar bréfalúgur

VR frumsýndi þann 29. mars 2007 sjónvarpsauglýsingu vegna greiðslu í VR varasjóð félagsmanna og lækkunar félagsgjalds um 30% en þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins 2007 (sjá nánar) Auglýsingastofan Fíton og kvikmyndagerðarfyrirtækið Pegasus unnu auglýsinguna en leikstjóri var Páll Grímsson.

Þá voru einnig gerðar auglýsingar fyrir prentmiðla og veltiskilti og sá Fíton um hönnun þeirra.

08.12.2006

Færð þú umsaminn hvíldartíma?

Jólamánuðurinn er annasamasti mánuður verslunarfólks og í mörgu að snúast. Vinnuálagið er mikið og stundum gleymist að starfsfólk verslana þarf sinn hvíldartíma eins og aðrir. VR hefur undanfarin ár birt í sjónvarpi auglýsingar þar sem minnt er á kjarasamningsbundinn rétt verslunarfólks til hvíldartíma. Í ár birtum við nýja sjónvarpsauglýsingu um þetta efni sem og dagblaðaauglýsingu. Auglýsingastofan Fíton og kvikmyndagerðarfyrirtækið Republik gerðu myndina, leikstjóri var Árni Þór Jónsson.

10.05.2006

Þú átt ósýnilegan vin

VR fór í auglýsingaherferð vorið 2006 til að kynna hlutverk sitt sem bakhjarl félagsmanna. Tilgangurinn með herferðinni var að gera félagsmenn meðvitaða um réttindi þeirra og minna á það öryggi sem stéttarfélög veita einstaklingum á vinnumarkaði. Birtar voru auglýsingar í sjónvarpi og einnig í dagblöðum. Það var auglýsingastofan Fíton sem átti veg og vanda af herferðinni.

16.09.2005

Ekki láta útlitið blekkja þig

Vertu karlmaður!
Í þessari herferð eru bæði blaða- og sjónvarpsauglýsingar. Vonir standa til að herferðin muni vekja fólk til umhugsunar en við teljum auglýsingarnar varpa ljósi á um hvað launamunur kynjanna snýst í raun og veru. Þær tala sínu máli. VR vill koma að þakklæti til þeirra sem léðu andlit sín á dagblaðaauglýsingarnar, Agli Helgasyni, Gísla Marteini Baldurssyni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

26.11.2004

Halló!

Virðing fyrir verslunarfólki

Flestir hafa eflaust misst sig við afgreiðslufólk hvort sem er í verslunum eða annarsstaðar og margir kannast við orðalagið "bara afgreiðslumaður í verslun". Allir þekkja langan vinnutíma verslunarmanna. Þegar þetta safnast saman gerir það að verkum að verslunarstörf eru af mörgum og ómaklega minna metin en önnur störf. Þessu vill VR breyta.

01.01.2004

50+ herferð VR kvk

Staða fólks á vinnumarkaði er misjöfn. Starfsumhverfi breytist hratt með örum tækniframförum, menntun úreldis æ hraðar og því er enn meira krefjandi en áður að fylgjast með. Vorið 2004 fór VR í auglýsingaherferð í sjónvarpi og dagblöðum til að varpa ljósi á stöðu starfsfólks á vinnumarkaði sem er komið um og yfir fimmtugt. Við viljum leitast við að breyta viðhorfum atvinnurekenda og ekki síður vekja fólk til umhugsunar um eigin stöðu.

01.01.2004

50+ herferð VR

Staða fólks á vinnumarkaði er misjöfn. Starfsumhverfi breytist hratt með örum tækniframförum, menntun úreldis æ hraðar og því er enn meira krefjandi en áður að fylgjast með. Vorið 2004 fór VR í auglýsingaherferð í sjónvarpi og dagblöðum til að varpa ljósi á stöðu starfsfólks á vinnumarkaði sem er komið um og yfir fimmtugt. Við viljum leitast við að breyta viðhorfum atvinnurekenda og ekki síður vekja fólk til umhugsunar um eigin stöðu.

01.03.2003

Ekki láta bjóða þér hvað sem er!

VR fór í auglýsingaherferð fyrir ungt fólk árið 2003 sem vakti mikla athygli. Tilgangurinn með herferðinni var að vekja athygli unga fólksins, og foreldra þeirra, á réttindum og skyldum á vinnumarkaði. Dæmin sanna að fremur er brotið á yngra fólkinu en því eldra á vinnumarkaði og því mikilvægt að koma upplýsingum um réttindin til unga fólksins áður en það hefur störf.

01.09.2002

VR launataxtar