Auglýsingar VR

19.08.2016

Fjölbreytni er góð!

Fjölbreytni á vinnustað vísar til þess að láta sig varða og samþykkja mun á milli einstaklinga.
Fjölbreytileiki meðal starfsmanna getur til dæmis falist í kynþætti, þjóðerni, kyni, kynhneigð, félags- og efnahagslegri stöðu, aldri, fötlun, trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum.

02.12.2015

Desemberuppbót - Jól 2015

Desemberuppbót skv. samningum VR er kr. 78.000 fyrir árið 2015.
Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

07.05.2015

Fyrirtæki ársins 2015

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR en þetta er þriðja árið í röð sem þessi fyrirtæki bera sigur úr býtum. Aldrei áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu sæti allra listanna þrjú ár í röð. Könnunin gefur VR færi á að fylgjast með þróuninni á vinnumarkaði og fá það beint frá félagsmönnum hvar pottur er brotinn þegar kemur að aðbúnaði þeirra.

01.05.2015

1. maí 2015

Fjölmenni var í kröfugöngu í Reykjavík í blíðskaparveðri þann 1. maí 2015, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.

01.05.2015

Fyrirtæki ársins 2015 - Ekki gleyma að svara könnuninni

Niðurstöður í vali á Fyrirtæki ársins veita félagsmönnum VR upplýsingar um starfskjör og eru fyrirtækjum mælikvarði á frammistöðu þeirra sem vinnustaður. Könnunin er lögð fyrir félagsmenn í febrúar ár hvert en auk þeirra taka þúsundir annarra starfsmanna, á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, þátt.

07.01.2015

VR-Skóli lífsins

Í september 2014 fór VR-Skóli lífsins af stað. Markmið VR-Skóla lífsins er að styrkja stöðu ungs fólks á vinnumarkaði. VR-Skóli lífsins er að stærstum hluta á netinu og er sérstaklega ætlaður 16 – 24 ára ungmennum, óháð stéttarfélagsaðild. VR-Skóli lífsins fjallar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði með nýrri og skemmtilegri nálgun. Til að kynna VR-Skóla lífsins var útbúið kynningarmyndband og opnaður var sérstakur vefur fyrir skólann.

01.12.2014

Stórhátíðarálag - Jól 2014

Stórhátíðarvinna er vinna á nýársdegi, föstudeginum langa, páskadegi, hvítasunnudegi, 17. júní, frídegi verslunarmanna, jóladegi og eftir kl. 12:00 á aðfangadegi og gamlársdegi. Öll vinna sem er unnin á stórhátíðum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

01.12.2014

Hvíldartími - Jól 2014

Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00–6:00. Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

01.12.2014

Desemberuppbót - Jól 2014

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

22.05.2014

Fyrirtæki ársins 2014

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2014 samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar VR. Þetta er annað árið í röð sem þessi fyrirtæki eru efst á lista en það hefur aldrei gerst áður að sömu fyrirtæki vinni í öllum stærðarflokkum í könnun VR tvö ár í röð.

Könnunin var gerð meðal fullgildra félagsmanna VR auk fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. VR hefur staðið fyrir þessari könnun árlega í tæp tuttugu ár.