Atvinnuleysistryggingasjóður dæmdur til að greiða dráttarvexti
Almennar fréttir
05.06.2019
Í dag, 5. júní 2019, féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli VR gegn Atvinnuleysistryggingasjóði þar sem félagið krafðist þess að viðurkennt væri að félagsmenn VR sem þurftu að sæta ólögmætum skerðingum atvinnuleysisbóta á grundvelli laga sem sett voru árið 2014 fengju hinar vangoldnu bótagreiðslur greiddar með dráttarvöxtum. Málið vannst að fullu leyti VR í hag.