Ársskýrsla SVS 2018
Almennar fréttir
24.05.2019
Miklar breytingar urðu á útgreiðslum Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks árið 2018 eftir hækkun á hámarksstyrk sem nemur nú allt að 130.000 kr. á ári bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Hækkunin tók gildi 1. janúar 2018. Þá varð styrkur 90% af greiddum reikningi vegna náms, starfstengdra námskeiða og ráðstefna, enn var áður 75%. Uppsafnaður styrkur hækkaði í 390.000 kr. að hámarki. Hækkun var einnig á tómstundastyrk, eða 50%, að hámarki 30.000 kr. á ári og ferðastyrkur 50%, að hámarki 40.000 kr. á ári.