Hádegisfyrirlestur - Upptekni umhverfissinninn
Almennar fréttir
17.02.2020
Hvernig er hægt að sinna umhverfismálum í nútímalífi? Hver hefur tíma fyrir slíkt? Umræða í samfélaginu um loftslagsmál og neyslu almennings er ofarlega í hugum margra.
Í næsta hádegisfyrirlestri VR mun Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur og markþjálfi, fara yfir hvernig sú umræða getur haft áhrif á líðan okkar, hún bendir á leiðir til að njóta lífsins með minni loftslagskvíða, án neysluskammar og hvernig hægt er að vera með „jeppadellu“ en samt vera umhverfissinnaður!