Hvað er niðurskurðarstefna?
Almennar fréttir
16.09.2024
Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum.