Vefspjall Mán-fim: 8:30-15:30 Fös: 8:30-14:30
Sími 510 1700
Hafðu samband
Opnunartímar skrifstofu
Almennar fréttir
05.03.2024
Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörs stjórnar VR, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09.00 miðvikudaginn 6. mars nk. og lýkur kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 13. mars 2024.
01.03.2024
Fyrsta tölublað VR blaðsins fyrir árið 2024 er komið út og er því dreift með pósti til félagsfólks næstu daga. Tölublaðið er að mestu helgað kosningum í félaginu en að þessu sinni eru 13 frambjóðendur að bjóða sig fram til stjórnar félagsins.
Viðræðunefnd VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna (LÍV) hefur fundað stíft í vikunni og farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum. Eins og kunnugt er slitu VR og LÍV sig frá samstarfi á vettvangi breiðfylkingar sem einnig var mynduð SGS, Eflingu og Samiðn.
Úthlutun orlofshúsa VR fyrir sumarið 2024 er nú lokið. Dregið var af handahófi úr innsendum umsóknum. Þeir VR félagar sem fengu úthlutað hafa fengið sendan tölvupóst með nánari upplýsingum en einnig er hægt að sjá upplýsingar um úthlutun með því að skrá sig inn á Orlofsvef VR.
29.02.2024
Við hvetjum félagsfólk VR til að svara könnun félagsins á Fyrirtæki ársins 2024 en hún stendur nú sem hæst. Heppnir svarendur geta að auki dottið í lukkupottinn og unnið glæsilega vinninga, þar á meðal IPhone 15 og YAY gjafabréf.
Trúnaðarráð VR hefur fundað og farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum en eins og kunnugt er sagði VR sig frá samstarfi breiðfylkingar stéttarfélaga sem á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.
26.02.2024
VR- Skóli lífsins er netnám með skemmtilegum myndböndum og verkefnum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Það hóf göngu sína árið 2014 hjá VR og er því 10 ára á þessu ári!
Félagsfólki VR býðst að nýta sér einstaklingsaðstoð sérfræðings KPMG við skattframtalið. Aðstoðin er í boði 5. og 6. mars frá kl. 8:30 og til 16:00. Hver tími verður 15 mínútur. Nauðsynlegt er að vera búin/n að skrá sig fyrir kl 15:00 þann 4. mars en þá lokar fyrir skráningu.
22.02.2024
Ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa kostaði íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013. Þar af var kostnaðarauki neytenda 26 milljarðar króna sem rekja má beint til hækkana gjaldskrár skipafélaganna umfram almennt verðlag.
09.02.2024
Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði lýsti í dag viðræður við Samtök atvinnulífsins árangurslausar. Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta.
07.02.2024
Framboðsfrestur til stjórnar og trúnaðarráðs rann út á hádegi mánudaginn 5. febrúar 2024
05.02.2024
Vetrarúthlutun orlofshúsa hefst kl. 12:00 á hádegi í dag, mánudaginn 5. febrúar 2024. Sótt er um orlofshús í gegnum orlofsvef VR á Mínum síðum