Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR
Almennar fréttir
03.02.2025
Framboðsfrestur vegna formanns og stjórnar VR kjörtímabilið 2025 - 2029 rann út á hádegi í dag, mánudaginn 3. febrúar 2025. Kosið verður til formanns, sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn. Kjörstjórn VR bárust 4 framboð til formanns og 17 framboð til stjórnar og hefur úrskurðað öll framboðin löglega fram borin.