Pólitískur vilji til að auka samkeppni í Sundahöfn
Almennar fréttir
10.01.2024
Fulltrúar Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR áttu fund á dögunum með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppni í flutningum og samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SE) vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja.