Stjórn VR fordæmir atlögu SVEIT að réttindum launafólks
Almennar fréttir
12.12.2024
Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. SVEIT hefur stofnað gult stéttarfélag sem gengur undir heitinu Virðing og útbúið „kjarasamning“ sem felur í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum.