Ráðherra beiti sér fyrir afnámi laga um undanþágu afurðastöðva frá samkeppnislögum
Almennar fréttir
02.04.2024
FA, VR og Neytendasamtökin hafa sent Katrínu Jakobsdóttur, starfandi matvælaráðherra, erindi vegna nýsamþykkra laga um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum. Samtökin leggja til að ráðherra beiti sér fyrir ógildingu laganna, sem líkleg séu til að brjóta gegn bæði EES-samningnum og stjórnarskrá Íslands.