VR leggur fram tillögu á aðalfundi N1 um að allir starfsmenn fái sömu kjarahækkun og forstjóri félagsins
Almennar fréttir
16.03.2018
Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuð þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Sem hluthafi í N1 getur stjórn VR ekki setið aðgerðalaust hjá þegar N1 greiðir forstjóra fyrirtækisins 20,6% hækkun í kjörum milli ára.