Samningur um tryggingu kaupmáttar
Almennar fréttir
02.04.2020
COVID-19 faraldurinn hefur, á skömmum tíma, leitt til mikilla breytinga á alþjóðlegu sem og íslensku efnahagslífi. Ef ekki verður spyrnt við fótum blasir við efnahagshrun með tilheyrandi eyðandi afli atvinnuleysis og verðbólgu sem getur gert að engu þann kaupmáttarávinning sem náðst hefur með ábyrgum kjarasamningum.