Kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna skilar sér ójafnt
Efnahagsyfirlit
11.03.2016
Kaupmáttarvísitala VR hækkaði um 5,3% á fjórða ársfjórðungi 2015 og þarf að hækka um 4,2% til að ná hámarkinu fyrir hrun. Kaupmáttur launa segir þó ekki alla söguna. Sá kaupmáttur sem heimilin finna fyrir er kaupmáttur ráðstöfunartekna (þar er tekið tillit til launa, annarra tekna og tilfærslna á borð við vaxta- og barnabætur að frádregnum sköttum).