Falið atvinnuleysi og aukinn brottflutningur
Efnahagsyfirlit
15.01.2016
Atvinnuleysi er enn á niðurleið þó hægt hafi á lækkun þess. Hlutfall starfandi hefur náð sömu hæðum og í síðustu uppsveiflu, sem er til marks um kraft efnahagslífsins. Á þriðja ársfjórðungi 2015 voru 6.800 atvinnulausir en við það bætast 15.400 einstaklingar sem vinna skertan vinnutíma eða eru atvinnulausir án þess að flokkast sem slíkir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjasta hefti Efnahagsyfirlits VR. Í yfirlitinu fjallar hagfræðingur VR um helstu lykiltölur íslensks efnahagslífs og horfurnar næstu misseri.