Efnahagsyfirlit VR - Um laun og verðlag, fasteignir og ferðamenn
Efnahagsyfirlit
04.07.2018
Tímakaup á Íslandi er að meðaltali 68% hærra en í Evrópusambandinu, skv. tölum frá hagstofu sambandsins. Þegar búið er að taka tillit til verðlags á vörum og þjónustu skilar tímakaupið íslensku launafólki hins vegar 2% minna en í ESB að meðaltali. Staðan er umtalsvert betri í Noregi, þar fær launafólk ríflega þriðjungi meira fyrir tímakaupið sitt en í ESB, að teknu tilliti til verðlags. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í nýjasta Efnahagsyfirliti VR.