Friðrik Már vanhæfur – yfirlýsing þriggja formanna stéttarfélaga
Almennar fréttir
29.05.2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ásamt formönnum stéttarfélaganna Framsýnar á Húsavík og Verkalýðsfélags Akraness sendu frá sér yfirlýsingu í dag 29. maí 2018. Í yfirlýsingunni gagnrýna þeir harðlega val forsætisráðherra á Friðrik Má Baldurssyni, prófessor við HÍ, sem formanni hæfnisnefndar til mats á hæfni umsækjenda um embætti aðstoðarseðlabankastjóra.