Opið bréf VR til Kviku banka
Almennar fréttir
18.02.2019
Í ljósi þess að fjármálafyrirtækið Gamma er í eigu Kviku banka, og stýrir Almenna leigufélaginu, beinum við orðum okkar til stjórnenda Kviku banka.
VR hafa borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína þar sem enn á ný er án fyrirvara, eða nokkurra haldbærra raka, krafist tugþúsunda hækkunar leigu og leigjendum settir þeir afarkostir að samþykkja hækkunina ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls.