Tekjuskerðing foreldra ungra barna getur hlaupið á milljónum
Almennar fréttir
23.11.2023
Tekjuskerðing foreldra vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils barna hleypur hæglega á milljónum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu VR sem kynnt var á fjölmennum morgunverðarfundi í dag, fimmtudaginn 23. nóvember. Á fundinum var fjallað um stöðu foreldra ungra barna og samspil leikskóla og vinnumarkaðar.