Minnum á launahækkun og orlofsuppbót
Almennar fréttir
02.06.2017
Samkvæmt kjarasamningum VR hækkuðu laun og kauptaxtar um 4,5% frá og með 1. maí 2017. Launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kom því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum í gær, 1. júní.
Orlofsuppbót kom einnig til greiðslu í gær, 1. júní, en uppbótin er 46.500 kr. miðað við fullt starf frá 2. maí 2016 til 30. apríl 2017.