Heilbrigð mörk á vinnustað ganga út á traust og virðingu
VR blaðið
04.11.2022
Öll höfum við okkar mörk í samskiptum við annað fólk þó að við séum oft ómeðvituð um þau. Iðulega finnum við ekki hvar þau liggja fyrr en við upplifum að yfir þau sé gengið. Það að þekkja sín líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu mörk getur komið í veg fyrir að við tökum of mikið að okkur, að ætlast sé til of mikils af okkur eða að komið sé fram við okkur á ósiðlegan eða ósanngjarnan hátt.