Fjármálalæsi ungs fólks
VR blaðið
23.10.2024
Það að skilja fjármál, þekkja helstu hugtök og vera meðvituð um hvernig hlutirnir virka á vinnumarkaðnum skiptir miklu máli fyrir velsæld einstaklinga. Samkvæmt könnun Gallup og Samtaka fjármálafyrirtækja, sem gerð var fyrr á árinu er fjármálalæsi ungs fólks hér á landi of lítið og algeng skoðun að ungmenni ættu að læra um efnið á grunn- og framhaldsskólastigi.