Ákvað að taka stökkið
VR blaðið
07.06.2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er fæddur í Reykjavík þann 17. maí árið 1973, en þann sama dag er íþróttafélagið Leiknir í Breiðholti stofnað. Ragnar Þór ber sterkar taugar til hverfisins enda uppalinn Breiðhyltingur. Hann lærði snemma að svara fyrir sig, lágvaxni strákurinn sem kom sér oftar í vandræði en úr þeim með látunum. Fjóla Helgadóttir settist niður með Ragnari Þór og spurði hann út í æskuna, fyrsta starfið og hvers vegna hann bauð sig fram til formanns hjá stærsta stéttarfélagi landsins.