Fjölbreytt og krefjandi verkefni í vetur
VR blaðið
07.10.2019
Eftir miklar annir í kringum lífskjarasamningana, sem undirritaðir voru síðastliðið vor, er vinna hafin af fullum krafti við að sjá til þess að fjölbreyttum markmiðum samningsins verði náð. Húsnæðisnefnd ASÍ vinnur að leiguvernd, málefnum fyrstu kaupenda og þeirra sem lent hafa utan markaðarins vegna fjárhagsáfalla auk þess að koma nýju húsnæðisfélagi, Blæ, á koppinn. Við í VR höfum fengið það mikilvæga hlutverk að leiða vinnuna á vettvangi ASÍ í húsnæðismálum og mun haustið og komandi vetur verða nýtt til ná þeim markmiðum sem við settum okkur.