Stórátak í fjölgun orlofshúsa VR hafið
Almennar fréttir
10.02.2017
Nú hafa fyrstu skrefin verið tekin í nýju stórátaki í fjölgun orlofshúsa VR með kaupum á þremur glæsilegum íbúðum í miðbæ Akureyrar. Þessar íbúðir, sem eru á góðum stað við Skipagötu, eru nýlega uppgerðar og verða góð viðbót við þann orlofskost sem VR-félögum býðst nú á Akureyri. Fljótlega verður tilkynnt hvenær þær koma til útleigu en það verður innan skamms.