Brot á réttindum aldrei látin viðgangast
Almennar fréttir
17.10.2017
Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málefni verslunarinnar Costco á Íslandi undanfarna daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Það er alveg ljóst að VR lætur brot á kjarasamningsbundnum rétti félagsmanna sinna ekki viðgangast, hvort sem um er að ræða félagsmenn hjá Costco eða annars staðar, og mun óhikað ganga alla leið til að sækja rétt sinna félagsmanna.