Viðræðunefnd VR fundar með félagsfólki á Keflavíkurflugvellli
Almennar fréttir
08.03.2024
Viðræðunefnd VR fundaði í dag, 8. mars 2024, með starfsfólki Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli vegna boðaðrar atkvæðagreiðslu um verkfall. Fulltrúar VR svöruðu spurningum fundarfólks og hlustuðu á áhyggjur þeirra af aðbúnaði sínum, vinnufyrirkomulagi og kjörum.