23. apr.
9:00-12:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Þorsteinn Sveinsson

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið - Hvað getur þú gert?

23. apríl kl. 9:00-12:00
Leiðbeinandi: Þorsteinn Sveinsson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Hlutverk trúnaðarmanna getur verið margslungið og ýmis konar mál sem detta inn á borð þeirra. VR leggur mikið upp úr því að fræða trúnaðarmenn sína um mál og málefni sem styrkja þau í trúnaðarstarfi sínu fyrir félagið. Á þessu námskeiði verður farið yfir allt sem nær til reglugerðar nr. 1009/2015, um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Sérfræðingar á kjaramálasviði VR fara yfir fyrstu viðbrögð, hlutverk trúnaðarmanna, hlutverk atvinnurekanda, skyldur starfsfólks, áætlanir á vinnustöðum, dóma og mál sem tengjast þessum málaflokki. Þetta námskeið er í boði á hverju ári og við mælum með að hver trúnaðarmaður mæti a.m.k einu sinni á.

Námskeiðið verður haldið í sal VR, 9. hæð í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7. Það verður einungis aðgengilegt á rauntíma. Morgunverður í boði. Þú færð staðfestingu á skráningu og áminningu um námskeiðið þegar nær dregur viðburði á tölvupóstfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur einnig smellt á hnapp við skráningu til að setja viðburðinn í dagatalið þitt.

Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda á Teams færðu einnig sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is.