Trúnaðarmannanámskeið
Trúnaðarmannanámskeið - Hlutverk trúnaðarmannsins
26. mars kl. 9:00-12:00
Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði og stjórnendaráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.
Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR
Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna með hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum og góðir trúnaðarmenn geta gert margt til að færa hluti til betri vegar. Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk trúnaðarmannsins og hvernig hann getur nálgast viðfangsefnin, bæði gagnvart atvinnurekanda og samstarfsfólki. Þátttakendur geta komið með mál sem þeir vilja að séu rædd sameiginlega en ekki er þörf á að vera með sérstök mál til að taka þátt. Dæmi um atriði sem eru rædd eru eineltismál, samskiptaerfiðleikar, vantraust starfsmanna á yfirmanni, kynferðisleg áreitni, erfiðar og umdeildar uppsagnir, ágreiningur samstarfsmanna, kulnun, álag og erfiður starfsandi.
Leiðbeinandi er Eyþór Eðvarðsson. Hann er með M.A. í vinnusálfræði og starfar sem þjálfari og stjórnendaráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. Þetta námskeið er hluti af þeim grunnnámskeiðum sem VR mælir með að allir trúnaðarmenn komi á.
Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði. Um er að ræða vinnustofu þar sem lögð er áhersla á umræður og hópavinnu. Þess vegna er námskeiðið einungis í boði á staðnum.
Athugið: fyrir trúnaðarmenn VR sem þurfa eða myndu vilja hafa rafrænt námskeið er best á að senda tölvupóst á netfangið trunadarmenn@vr.is. Sé eftirspurn eftir rafrænu námskeiði þá munum við gera okkar besta til að koma til móts við það.