20. nóv.
9:00-12:00 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Þorkatla Trúnadarm Namsk Nov

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið - Fagleg nálgun á erfið mál

20. nóvember kl. 9:00-12:00
Leiðbeinandi: Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Líf og sál

Á þessu trúnaðarmannanámskeiði mun Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í vinnustaðamálum, fjalla um skilgreiningar EKKO, birtingamyndir og fagleg viðbrögð þegar einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi kemur upp á vinnustöðum. Þá verður spjótunum beint að hlutverki trúnaðarmanna í slíkum málum og hvernig má nálgast slík mál á faglegan hátt í því hlutverki.

Þórkatla hefur sinnt úttektum og fræðslu í EKKO málum í rúm 20 ára og hefur mikla reynslu af fræðslu, sérstaklega til trúnaðarmanna. Hún starfar sem sálfræðingur hjá Lífi og sál og sinnir þar meðferðarvinnu og ráðgjöf til einstaklinga og stjórnenda á vinnustöðum. Hún hefur starfað sem sálfræðingur og ráðgjafi í 35 ár.

Námskeiðið er haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 og er með blönduðu fyrirkomulagi. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að vera með á Teams. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.

Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda á Teams færðu einnig sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is.