25. sep.
8:30-12:00 og 13:00-16:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Namskeid Facebookcover Almennt

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið - Allt um kjaramál og þjónustu VR

25. september kl. 8:30-12:00 og 13:00-16:00
Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR og sérfræðingar hjá sjóðum VR

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum og þjónustu VR. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Einnig er farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð, Starfsmenntasjóð og VIRK.

Allt sem farið er yfir á námskeiðinu er gagnlegt fyrir trúnaðarmenn og því vill VR að allir trúnaðarmenn félagsins fari í gegnum þennan námskeiðsdag. Einnig læra trúnaðarmenn aðferðir við leit á vef VR og hvernig er hægt að leiðbeina samstarfsfólki sínu sem eru félagar í VR hvar hægt er að nálgast mikilvægar upplýsingar um réttindi sín og þjónustu á vef VR.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur og hádegismatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan. Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.