11. mar.
Reiknivel_1.jpg

Tilkynningar

Skattframtalsaðstoð fyrir félagsfólk VR

11. og 12. mars kl. 8:30-16:00
Leiðbeinendur: Tina Paic og Rán Ólafsdóttir, sérfræðingar hjá KPMG Law

Félagsfólki VR býðst að nýta sér einstaklingsaðstoð sérfræðinga KPMG við skattframtalið. Tina Paic og Rán Ólafsdóttir hafa báðar áralanga reynslu af skattamálum einstaklinga en báðar störfuðu þær á álagningarsviði Skattsins áður en þær fóru til KPMG Law.

Hver tími er 15 mínútur og mun aðstoðin vera í boði frá kl. 8:30 og til 16:00 eftirfarandi daga:

11. mars – aðstoð í gegnum Teams eða síma 
12. mars – aðstoð hjá VR, 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 

Þú færð áminningu um námskeiðið þegar nær dregur aðstoðinni á tölvupóstfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is . Þú getur einnig smellt á hnapp við skráningu til að setja viðburðinn í dagatalið þitt.

Smelltu hér til að skoða lausa tíma.