Tilkynningar
Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi
- Uppselt er á viðburðinn -
Sýningar með bættu aðgengi
VR stendur fyrir sýningum á Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi í samstarfi við Umhyggju og CP félagið. Áhorfendur ferðast í litlum hópum með vasaljós um Elliðaárdalinn og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga. Að sýningunni standa jolasveinar.is. Miðar verða seldir með afslætti og kostar miðinn einungis 500 kr. Um er að ræða tvær sýningar með bættu aðgengi þann 11. desember, sú fyrri hefst kl. 18:20 og sú seinni kl. 18:30.
Gönguferðin tekur tæpan klukkutíma og að henni lokinni geta áhorfendur fengið mynd af sér með jólasveini auk þess sem boðið er upp á heitt kakó og piparkökur.
Sýningin er hugsuð fyrir börn fjögurra ára og eldri en að sjálfsögðu eru öll velkomin. Frítt er fyrir tveggja ára og yngri. Einnig er óskað eftir að hundar séu ekki með í för, bæði svo þeir trufli ekki sýninguna eða aðra gesti.
Sýningin hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og mæta með vasaljós.
Aðkoman er við Rafstöðina í Elliðaárdal/Elliðaárstöð - Rafstöðvarveg 6, 110 Reykjavík.
Miðasala verður auglýst þegar nær dregur.