18. sep.
09:00-11:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Kathryn

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk - Þinn starfsframi á Íslandi: Leiðir til að kynna hæfni og innsýn í vinnumarkaðinn

18. september kl. 9:00 – 11:00
Leiðbeinandi: Kathryn Gunnarsson, stofnandi GEKO

Lærðu allt sem þú getur um íslenskan vinnumarkað og hvernig þú nálgast starfsþróun þína á Íslandi. Kathryn mun fara yfir hagnýt ráð varðandi þitt persónulega vörumerki, atvinnuleit og tengslamyndun. Þessi blandaða vinnustofa er hönnuð til að upplýsa og hvetja VR félaga á hvaða starfsstigi sem þeir eru og kenna þeim betur á íslenskan vinnumarkað. Vinnustofan fer fram á ensku.

Kathryn Gunnarsson er stofnandi Geko, fyrirtækis sem einbeitir sér að því að finna hæft fólk innan tækni- og nýsköpunargeirans. Hún flutti til Íslands árið 2016 frá London og kom með yfir 20 ára reynslu af ráðningum með sér. Hún nýtti flutningana til þess að fylla í ákveðið skarð á Íslandi og styður nú fyrirtæki við að ráða hæft fólk innan þessa geira. Hún hefur ástríðu fyrir fólki, mannlegum samskiptum og því að styðja fyrirtæki og teymi við að skilja ávinninginn af því að byggja upp fjölbreytt og inngildandi umhverfi.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.

Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is.