09. okt.
8:30-15:45 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Mottaka Trunaðarmanna

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk - Starfslok - tímamót og tækifæri

9. október kl. 8:30-15:45
Leiðbeinandi: Sérfræðingar frá Auðnast

Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri til að undirbúa starfslok sín en góður undirbúningur er grunnforsenda fyrir ánægjulegum starfslokum. Á starfslokanámskeiði Auðnast er stuðst við líkanið ,,okkar daglega líf” sem samanstendur af mikilvægum þáttum sem fræðin telja vert að rýna við tímamót sem þessi. Farið verður yfir hvern þátt fyrir sig með fyrirlestrum, verkefnum og umræðum.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.

Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is.