21. jan.
9:00-10:30 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og rafrænt á Teams
Þora Valny

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk - Skipuleggðu sparnaðinn

21. janúar kl. 9:00-10:30

Leiðbeinandi: Þóra Valný Yngvadóttir, viðskiptafræðingur með löggildingarpróf í fjármálaráðgjöf FPC frá viðskiptaráðuneyti Bretlands

Mörg könnumst við að ætla okkur að spara en svo komum við því ekki í verk eða við höldum það einungis út í stuttan tíma. Á þessu örnámskeiði er farið yfir hlutverk sparnaðar og kenndar aðgengilegar leiðir til að setja upp góðar venjur í fjármálum og viðhalda þeim. Markmiðið er að breyta hvernig við nálgumst sparnað og gera öllum auðveldara að spara til að ná sínum markmiðum og láta drauma rætast. Námskeiðið hentar öllum sem vilja taka stöðuna á sparnaði sínum eða byrja að spara. Lærðu að ráðstafa peningunum þínum í það sem skiptir mestu máli en sparnaður er lykillinn að fjárhagslegri heilsu. Farið verður yfir á aðgengilegu og skýru máli allar tegundir sparnaðar og algengustu fjárfestingar.

Þóra Valný hefur yfir 25 ára reynslu á fjármálamarkaði. Hún hefur starfað sem fjármálaráðgjafi í Englandi og stjórnandi í íslenska bankakerfinu ásamt því að vera með fyrirlestra og námskeið um flest allt tengt fjármálum víðsvegar um landið. Ásamt því að vera með löggildingarpróf í fjármálaráðgjöf og verðbréfaviðskiptum er hún ACC vottaður markþjálfi. Hún rekur fyrirtækið Val og virði þar sem hún veitir einstaklingum fjármálaráðgjöf og heldur námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir um fjármál, stefnumótun og fleira.

Námskeiðið er haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 en einnig er hægt að vera með á Teams. Morgunverður í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.  Staðfesting á skráningu og áminning um námskeiðið er send á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is. Þú getur einnig smellt á hnapp við skráningu til að setja viðburðinn í dagatalið þitt.