25. feb.
10:00-12:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og rafrænt á Teams
ADIS Siggi(3)

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk - Netöryggisvitund

25. febrúar kl. 10:00-12:00
Leiðbeinandi: Siggi Bjarnason, netöryggissérfræðingur hjá Öruggt net

Þetta námskeið er hannað fyrir alla sem nota tölvur eða snjalltæki í sínu daglega lífi. Námskeiðið er kennt á mannamáli og engin krafa um neina sérstaka tölvukunnáttu.

Farið verður yfir hagnýtt efni eins og:

  • Stjórnun lykilorða, góð lykilorð og fleira
  • Margþátta auðkenning (multi-factor-authentication eða MFA)
  • Gagnrýnin hugsun
  • Tenglar, viðhengi, USB diskar
  • Svindl, blekkingar, svik, og annað svínarí
  • Ótti, óvissa, efi (fear, uncertainty, doubt eða FUD)
  • Áhættugreiningu og varnir

Einnig verður farið yfir einföld atriði varðandi persónuvernd, hvaða fótspor við skiljum eftir á netinu og hvernig hægt er að lágmarka þau. Þetta námskeið verður kennt á íslensku.

Sigurður Bjarnason er netöryggissérfræðingur með áratuga reynslu af tölvumálum og sérfræðiþekkingu á upplýsingatækni. Sigurður starfaði sem netverkfræðingur hjá Microsoft um árabil, gagnaverstæknir hjá stórum netþjónustuaðilum en síðustu ár hefur hann þróað nýja nálgun til að efla netöryggi þeirra sem hafa takmarkaða tölvureynslu.

Námskeiðið er haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 en einnig er hægt að vera með á Teams. Morgunverður í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.  

Staðfesting á skráningu og áminning um námskeiðið er send á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is. Þú getur einnig smellt á hnapp við skráningu til að setja viðburðinn í dagatalið þitt.