08. okt.
9:00-12:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Asgeir3 (1)

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk - Bestu árin

9. og 10. október kl. 9:00-12:00
Leiðbeinandi: Ásgeir Jónsson, MBA og alþjóðlega vottaður markþjálfi

Nú er tíminn til að uppskera! Hversu lengi höfum við látið okkur dreyma um allt það sem við ætluðum að gera þegar við hættum að vinna? Þetta námskeið veitir innblástur til þeirra sem eru farin að huga að starfslokum og langar að lifa lífinu lifandi eftir að starfsævi lýkur. Þá er um að gera að framkvæma og njóta og því verða skoðuð ýmis atriði varðandi markmiðasetningu, næringu, hugarfar og sýna fram á tækifærin sem bíða og þá möguleika sem þessi tímamót bjóða upp á.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.

Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is.