17. feb.
13:00 - 14:00
Raektumvitid

Fundir

Ræktum vitið - Framtíð íslenskrar verslunar og þjónustu

Verslunar- og þjónustugeirinn er að taka risaskref í átt að betri framtíð með sí- og endurmenntun – og við viljum þig með!

Þann 17. febrúar 2025 munu VR/LÍV og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu fagna næsta skrefi á samstarfssamningi samtakanna frá mars 2023 um hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu með formlegri opnun á vefsíðunni Ræktum vitið.

Ávörp: Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR & Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

Dagskrá:

  • Gögnin segja sína sögu – hvar stöndum við í dag og hvert stefnum við? – Victor Karl Magnússon, sérfræðingur hjá VR gefur okkur innsýn inn í stöðu sí og endurmenntunar í verslunar og þjónustugreinum.
  • Menntun er lykillinn að öflugri verslun – við kynnum nýjar leiðir til að efla sérþekkingu framtíðarinnar. – Dr Edda Blumenstein, fagstjóri í Verslunarstjórnun hjá Háskólanum í Bifröst
  • Gervigreind er þegar að umbreyta menntun og færniþróun – en hvernig geta fyrirtæki nýtt hana til að skapa markvissa menntastefnu? – Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ – því saman byggjum við sterkari framtíð!“

Fundarstjóri er Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

Fundurinn er opinn öllum hagsmunaaðilum að vaxandi mannauði í verslunar og þjónustugreinum.

Skráning fer fram inn á vef SVÞ.