05. mar.
19:30
Mynd Af Stolum2

Fundir

Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR kynna sig

Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR kjörtímabilið 2025 – 2029 kynna sig og áherslur sínar á félagsfundi VR sem verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand, 5. mars 2025 kl. 19:30. Fundurinn verður jafnframt í boði rafrænt á Mínum síðum á vr.is, skráning á fjarfund er með rafrænum skilríkjum. Boðið er upp á túlkun á ensku.

Fjögur eru í framboði til formanns. Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Þá eru 16 í framboði til stjórnar en alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn. Ítarlegi upplýsingar um alla frambjóðendur og áherslur þeirra má finna hér.

Við hvetjum félagsfólk til að mæta á fundinn eða fylgjast með í fjarfundi.