17. sep.
14:00 - 16:00
Clara Mattei

Fundir

Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? - Málþing VR um niðurskurðarstefnu

Í ár er öld síðan niðurskurðarstefna var innleidd skipulega á Íslandi í fyrsta sinn og af því tilefni efnir VR til málþings um uppruna, inntak og áhrif þessarar umdeildu stefnu. Lykilfyrirlesari er Clara Mattei, prófessor í hagfræði, en hún hefur fjallað ítarlega um uppruna og þróun niðurskurðarstefnu allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, heldur erindi um niðurskurðarstefnuna í íslenskum veruleika og í pallborði verða áhrif hennar á íslenskt samfélag og vinnumarkað rædd. Málþingsstjóri er Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR.

Sjá nánari upplýsingar og skráningu hér.